Frjálst námskeið

Frjálst námskeið

Regular price
25.000 kr
Sale price
25.000 kr

Á þessu námskeiði verða frjáls verkefni, þeir sem hafa komið nokkrum sinnum á námskeið geta komið með verkefnin sín til að klára ef þeir eru stopp eða komið með hugmynd sem þeir þurfa aðstoð við að framkvæma. Einnig geta þeir sem eru að smíða sér þjóðbúningarskart komið og fengið aðstoð og leiðbeiningar. Ekkert efni er innifalið á þessu námskeiði og þurfa allir að kaupa eða koma með sitt eigið efni(þá líka slaglóð og slaglóðskusk). Verkfæri, gasbyssur, gas og lóðvatn á staðnum.

Það þarf ekki að koma með neitt með sér nema handfylli af þolinmæði, meðalstóra krukku af jákvæðni og góð gleraugu ef ellin er farin að færast yfir sem og glósubók og penna.

Námskeiðin eru alla jafna laugardaga og sunnudaga frá 10-15. 

Hægt er að endurgreitt frá flestum stéttarfélögum.

Næsta námskeið verður helgina 9-10maí á verkstæðinu mínu Tryggvabraut 24, 600 Akureyri.