Um Djúls
Haustið eftir að ég útskrifaðist sem gullsmiður tók ég þátt í Norðurlandakeppni í gullsmíði og endaði í 2 sæti.
Bella Nordic Jewellery Awards.
Haustið 2012 skellti ég mér í meira nám til Ítalíu, nánar tiltekið til Flórens. Þar lærði ég skrautgröft/leturgröft og steinaísetningu að hætti Flórensbúa.
Mín aðal ástríða er gamla víravirkið og sérhæfi ég mig í því. Er einnig að kenna þetta forna handbragð og fer víða um land til að kenna það. Kláraði Kennslufræði fyrir Iðnmeistara frá HÍ vorið 2015.
15.júní 2015 opnaði ég vinnustofu eða verkstæði í heimabæ mínum Akureyri.
Menntun
1999-2003 Menntaskólann á Akureyri á myndlistarbraut
2004-2005 Iðnskólinn í Hafnarfirði á útstillingar- og listhönnunarbraut
2005-2009 Iðnskólinn í Reykjavík/Tækniskólinn á gull- og silfursmíðabraut
2010-2011 Tækniskólin, Meistaraskólinn/Verkmenntaskólinn á Akureyri
2012-2013 Le arte orafe, jewellery school Florence Italy.
2013 Brautargengi Nýsköpunarmiðstöð Akureyri
2014-2015 Háskóli Ísland, Kennsluréttindi fyrir Iðnmeistara
Keppni-sýningar
2009 útskriftarsýning gullsmíðanema í Árbæjarsafni
2009 tók þátt í Bella Nordic Jewellery Awards
2012 Rætur-Íslensk samtímaskartgripahönnun
2014 Samspil-samsýning Gullsmiða á Hönnunarmars
2014 Handverk og Hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur
2015 Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur
Um fyrirtækið
djuls.is er vefverslun með klassískt og rómantíska skartgripi innblásna af hinu hefðbundna víravirki.
Markmið Djúls er að smíða fallega og einstaka handsmíðaða skartgripi. Tækninni fleygir framm og því mikilvægt að gleyma ekki handbragðinu og hversu mikilvægt er að iðngreinin falli ekki í skugga af tækninni.