Verið velkomin

Sparikjóllinn

Hringur utan um trúlofunarhringa

Sparikjóllin er hringur sem ég hannaði þegar ég var að trúlofa mig. Langaði að geta verið með einfaldan baug dagsdaglega, hring sem ekki væri að flækjast fyrir mér á meðan maður er t.d. í vinnunni. En eins og flestar konur vita og vilja, langar okkur alltaf að geta skreytt okkur þegar verið er að fara eitthvað og við þá hugsun varð Sparikjóllinn til. 

Sparikjóllinn er kjóll eða hringur sem er smíðaður utanum giftingar- eða trúlofunarhring og hægt að smella yfir og taka auðveldlega af þegar hentar. Sérsmíða þarf hvern og einn Sparikjól til þess að hann passi utanum þann hring. Hægt er að fá Sparikjólinn í silfri, gulli eða hvítagull. Með steinum eða án allt eftir óskum hvers og eins. 

Til að panta sendið þá póst á djuls@djuls.is

 

 Er hægt að smíða utan um hvaða hring sem er?

Í flestum tilfellum er hægt að smíða utanum hringinn, nema hann sé mjög óregglulegur í laginu eða stórir steinar sem standa uppúr honum.
Þarftu að fá hringinn til að smíða utanum?
Já ég þarf að fá hringinn til að mæla hann. Best er að fá að hafa hringinn á meðan Sparikjóllinn er smíðaður til þess að hann passi fullkomlega en einnig er hægt að koma með hann láta mæla allar stærðir og koma svo með hann í lokinn þegar kjóllinn er að mestu tilbúinn og taka loka mátun.
Má vera steinn í hringnum sem er undir?
Það mega vera steinar og ekkert mál að smíða í kring um ef það er einn steinn sem stendur uppúr. Ekki er hægt að smíða utanum hring ef það eru margir steinar sem standa uppúr.