Byrjendanámskeið

Byrjendanámskeið

Regular price
29.900 kr
Sale price
29.900 kr

Á námskeiðinu er farið í allar helstu undistöðuaðferðir við vinnu á víravirki. Víravirkið byggir á aldagömlum hefðum við þjóðbúningagerð en hefur komið sterkt inn í skartgripagerð á síðustu árum.

Byrjendur byrja á að smíða einn hlut annað hvort blóm eða kross, og fara þannig í gegnum ferlið frá A-Ö. Efni í einn hlut er innifalið og gott er að koma með glósubók og penna.

Það þarf ekki að koma með neitt með sér nema handfylli af þolinmæði, meðalstóra krukku af jákvæðni og góð gleraugu ef ellin er farin að færast yfir.

Hvar: Verkstæðinu mínu, Tryggvabraut 24, Akureyri
Hvenær: Helgina 18. og 19.apríl milli 10-15
Verð: 29.900 kr á mann

Hægt er að fá endurgreitt frá flestum stéttarfélögum.

Lágmarksþátttakendafjöldi er 4 og hámarkið er 7 þátttakendur.

Skráning fer fram hér: https://djuls.is/products/byrjendanamskeid eða með því að senda tölvupóst á djuls@djuls.is