vinsælar vörur
Vörulínur
Sérhönnun fyrir þig

Ömmu hálsmen
Hugmyndin á bak við þessi hálsmen er sú að eitt hjarta táknar fyrsta barn,tvö hjörtu fyrir annað barn og þannig koll af kolli. Litlu hjörtun tákna svo ömmubörnin og raðast hjá hverju barni. Þannig að efsta stóra hjartað táknar elsta barnið.

Mæðra hálsmen
Hringlóttur silfur skjöldur með handsöguðum hjörtum sem tákna börnin í lífi móðurinn og skemmtilega við þetta er að hægt er að bæta við hjörtum þegar börnum fjölgar.

Sparikjólinn
Sparikjóllinn er kjóll eða hringur sem er smíðaður utanum giftingar- eða trúlofunarhring og hægt að smella yfir og taka auðveldlega af þegar hentar. Sérsmíða þarf hvern og einn Sparikjól til þess að hann passi utanum þann hring.

Um djúls
Markmið djuls er að smíða fallega og einstaka handsmíðaða skartgripi. Tækninni fleygir framm og því mikilvægt að gleyma ekki handbragðinu og hversu mikilvægt er að iðngreinin falli ekki í skugga af tækninni.